Sunday, March 11, 2012

4 síður

Ég er búin að vera að dunda við þessar síðustu daga

Að losna við lausa tönn er verkefni.


 Árið 2011 á "korktöflu"


Slettur út um allt


Riddari

Sunday, February 5, 2012

3 nýjar

Bloggandinn er smávegis að vakna til lífsins og svo er ég líka að læra á nýju græjuna mína.

Þessi er frekar einföld.  Mistaði hvítan Bazill með bláum.  Mér fannst köflótti Basic grey pappírinn passa svo  vel við skirtuna hans Davíðs. Ég skar stafina í "frjáls aðferð", dútlið uppi í horninu, bylgjurammann og borðann sem er á köflóttapappírnum allt með E- cutternum.

Rather simple.  White Bazill misted with blue.  I used my E-Cutter for the svirl, frame, the green border and "frjáls aðferð" letters.


 Tvær nærmyndir


Hér er ýmislegt notað.  Fullt af misti (úða), Gesso og emboss.
Rósettuna og borðana tvo skar ég út í vélinni.  Síðan dúmpaði ég Gesso á rósettuna til að fá grófa áferð og úðaði svo yfir .  Ég stimplaði á borðana með glæru bleki og setti gært embossing púður yfir og hitaði svo.  Svo úðaði ég yfir allt.

Misting, embossing, Gesso and last but not least my E- cutter.  I cut the rosette and the borders with my E- cutter.  I dabbed Gesso on the rosette for the texture and then I misted two colors over.  I stamped with clear embossing ink and powder over the borders and after heating i misted over it.


Fyrir ofan: Gesso og úði.  Above: Gesso and misting
Fyrir neðan emboss og úði.  Below: Embossing and mistingHvítt og vetrarlegt.
Snjókornin og titillinn skorinn út með vélinni.
Embossað á snjókornin með glæru bleki og "snow flake" emboss púðri.
Úðað yfir hvítan grunn pappírinn.  Ég úðaði líka yfir stafina í titlinum því mér fannst þeir svo daufir áður en ég gerði það.

Another simple one.  White Bazill, misting E-Cutted snowflakes embossed with snowflake powder.


Takk fyrir innlitið.
Thanks for looking.

Wednesday, January 4, 2012

Fyrsta skrappsíða ársins

Hin árlega jólakortamynd af Davíð og "Snæfinni"
The annual christmas card picture of my son and "Frosty"Titilinn og snjókallinn gerði ég með Ecraft vélinni sem  ég fékk í afmælisgjöf .  Ég gerði einnig "maska" til að "mista"  snjókornaborðann hægra megin á síðunni með vélinni og notaði svo snjókornin á síðuna. 
The title, and the snowman are made with my new Ecraft cutter.  I also made a mask for the  misted snowflake border with the machine and then used the snowflakes on the lo.


Til að fá svona áferð á snjókallinn notaði ég Gesso og "emboss" blek og duft.
I used gesso and heat embossing for the texture of the snowman


Hér sést snjókornið, það er embossað, ég dúmpaði gesso yfir brúnirnar á myndinni til að hún "rynni saman við" grunnpappírinn. 
The snowflake that came out making the mask.  It is heat embossed.  I used Gesso around the picture to make it like að part of the background paper.


Ég lét vélina skera út röð af snjókornum á blað og notaði sem maska  sem ég "mistaði" (úðaði lituðu  spreyi) yfir.

I let the cutter cut out a line of snowflakes on a pice of paper wich I then used as a mask for misting.

Friday, December 23, 2011

Þorláksmessukvöld

Mér finnst alltaf eitthvað svo töfrandi við Þorláksmessukvöld.  Það er svona mestallt búið en samt slatti eftir.

Núna er t.d. hangikjöt  og hrísgrjón í potti, hryggjargrind inni  í ofni að ristast (til að gera soð í sósuna).

Allt orðið hreint og nokkuð fínt.  Á eftir að pakka inn pakkanum fyrir bóndann og  útbúa ratleik fyrir  Davíð í fyrramálið.

Notaleg jólatónlist í spilaranum.

Ég er alin upp við að setja jólatréð upp á þorláksmessukvöld  og  hlusta á jólakveðjurnar  og hangikjötsangan í loftinu.  Nú setjum  við setjum tréð upp 1-2 dögum fyrr og ég tek smá jólakveðurispu um daginn.  Svona skapar maður sér sínar eigin hefðir.

Þegar ég var  barn þá var aðfangadagur óralengi að líða þrátt fyrir að mamma gerði sitt besta til að stytta daginn.  Við systurnar bárum til dæmis út jólakortin  í nærliggjandi hús, oft syngjandi jólalög.  Og svo fórum við í kirkjugarðinn með skreyttar greinar og kerti.  Nú líður dagurinn ansi hratt hjá mér en aftur á  móti afar hægt hjá einkasyninum og ég reyni að gera mitt besta til að stytta daginn.


Kæru vinir ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár.
Tuesday, December 6, 2011

Afmæliskort

Mig var búið að langa til að gera svona kort lengi síðan ég fann það á hér

Ég lét loksins verða að því í kvöld.

Ég notaði Bazill í grunninn og svo afgangs pappír og borða. Gesso, Doolie og Perfect pearls mist.  Ég úðaði sem sagt yfir "dúlluna" og fjarlægði hana svo.

I have vanted to make a card like this ever since I found it here
I finally did tonight.

I used Bazill for the base, some paper and ribbon leftovers a doolie and Perfect pearl mist.  I misted over the doolie and then removed it.
Hér er svo video til að sýna hvernig kortið virkar.
Here is a video 


Thursday, December 1, 2011

Ég veit ekki alveg..

.. hvað mér finnst um alla þessa snjókomu.

Þetta er nú  afskaplega  huggulegt á aðventunni og það er óneitanlega aðeins bjartara yfir skammdeginu þegar jörðin er klædd í hvíta kápu.

En ég get ekki sagt að ég hlakki til að fara út í fyrramálið, sópa af bílnum og keyra út götuna mína sem er örugglega nr 247 á moksturslistanum í Mosfellsbæ (göturnar í bænum eru sko ekki svona margar).

Það er  ótrúlega gaman að finna barnið í sjálfum sér og gera engla og renna sér á þotu.

Úti í umferðinni er fullt af fólki á vanbúnum bílum, akandi í þæfingsfærð af vankunnáttu.

Það væri voða fínt ef snjórinn gæti fallið eingöngu í sleðabrekkum og á grasflötum, þá gætum við leikið okkur með börnunum en sloppið við snjósópið af bílnum og umferðarteppur á götum.  Hugsið ykkur líka peninginn sem sparaðist í snjómokstur.  Ég bý rétt fyrir ofan Vesturlandsveginn og það er búið að fara ansi margar ferðir í kvöld að skafa og salta.


Wednesday, November 30, 2011

Aðventudagatal

Ég á gamalt aðventudagatal sem ég og systir mín fengum frá föðursystur okkar fyrir meira en 30 árum.

Fyrir 3 árum fór ég að nota það fyrir Davíð minn.
En í staðinn fyrir að hafa dót þá hef ég sett vísbendingar um eitthvað sem við gerum þann daginn.
Í fyrra og hittifyrra hafði ég vísbendingarnar í formi mynda en nú þar sem strákurinn er farinn að lesa eru stuttar setningar sem segja hvað við ætlum að gera.
Svo verður  bara að koma í ljós hvort hann nenni alltaf að gera eitthva með gamla settinu.


Ég stimplaði venjuleg umslög að neðan með stimpilrúllu og skar svo í tvennt.
Númerin eru skrifuð á með skapalóninu sem sést undir umslaginu.Vísbending dagsins


Gataði í gegnum og borði þræddur í gegn


Dagatalið komið upp á vegg og svo bíð ég jafn spennt og Davíð.
Á aðfangadag verður smá ratleikur sem endar á gjöf sem styttur þennan lengsta dag ársins :)