Wednesday, November 30, 2011

Aðventudagatal

Ég á gamalt aðventudagatal sem ég og systir mín fengum frá föðursystur okkar fyrir meira en 30 árum.

Fyrir 3 árum fór ég að nota það fyrir Davíð minn.
En í staðinn fyrir að hafa dót þá hef ég sett vísbendingar um eitthvað sem við gerum þann daginn.
Í fyrra og hittifyrra hafði ég vísbendingarnar í formi mynda en nú þar sem strákurinn er farinn að lesa eru stuttar setningar sem segja hvað við ætlum að gera.
Svo verður  bara að koma í ljós hvort hann nenni alltaf að gera eitthva með gamla settinu.


Ég stimplaði venjuleg umslög að neðan með stimpilrúllu og skar svo í tvennt.
Númerin eru skrifuð á með skapalóninu sem sést undir umslaginu.Vísbending dagsins


Gataði í gegnum og borði þræddur í gegn


Dagatalið komið upp á vegg og svo bíð ég jafn spennt og Davíð.
Á aðfangadag verður smá ratleikur sem endar á gjöf sem styttur þennan lengsta dag ársins :)

Thursday, November 24, 2011

Haustið og aðventan

Haustið og aðventan er eiginlega uppáhalds árstíminn minn (þó bjartar sumarnætur séu líka yndislegar).
Það er eitthvað svo kósí þegar það fer að skyggja á kvöldin.  Þá kveiki ég á kertum og "hygge" serían fer í gluggann.

Það  er líka svo margt sem fylgir aðventunni sem yljar manni í sálinni.
Ilmur af mandarínum, smákökum og heitu súkkulaði.

Ég var að skoða svo flott blogg í dag með hugmyndum að aðventuskreytingum utandyra og er nú að komast á flug, langar svo að gera huggulegt við útidyrnar mínar.

Ég reyni að koma einhverju af því í framkvæmd og set þá mynd(ir).

Þangað til næst, njótið lífsins.

Sunday, November 20, 2011

Skrapp

Ég er búin að vera að vinna í þessari um helgina.
Þetta var dálítið út fyrir rammann hjá mér að gera svona "subbulega" síðu.  
Notaði Gesso, bylgjupappa og sáragrisju til að ná fram þessu grófa útliti.


Reif aðeins af horninu og bretti upp á kantana og setti bút af bylgjupappa í staðinnBylgjupappi og GESSO

Reif úr jaðrinum á grunnpappírnum og setti bylgjupappa í staðinnHér sést í grisjuna

Notaði blekúða og vatn til að fjá "skýjaða" litaáferð á textablaðið.  Ég spreyðaði sem sagt "misting" spreyi og vatni á vinnumottu og nuddaði svo blaðinu uppúr.

Saturday, November 19, 2011

Ég er komin aftur.

Jæja þá er komið að því að kéllan fari að blogga aftur.

Ég var ansi dugleg við þetta á ákveðnu tímabili í lífi mínu þegar ég þurfti á því að halda en svo fór að draga úr tjáningarþörfinni.  Hvers vegna það gerðist er ég ekki viss um.

En  af hverju byrja ég þá aftur?
"Ég veit það ekki" segir sonur minn oft þegar ég spyr hann af hverju hann hafi gert eitthvað.  Oftast er það reyndar eitthvað sem mér líkar ekki það sem hann gerði og ég hef sagt honum að þetta sé ekki gilt svar.
Þetta er eins og "af því bara" var ekki gilt svar við sömu spurningu þegar ég var að alast upp.
En ég ætla samt að segja " Af því bara - Ég veit það ekki".  Mig bara langar.

Ég ætla ekki að lofa að vera svakalega virk, sjáum bara hvað setur.

Hvað ætla ég að gera hérna.
Spjalla um lífið og tilveruna þegar mér liggur eitthvað sérstakt á hjarta og svo líka deila með ykkur áhugamálinu mínu nr 1 sem er skrapp.
En fyrst ætla ég að læra á þetta kerfi hérna.

Hér eru nokkrar síður sem ég hef verið að gera að undanförnu.

Þangað til næst.

Njótið lífsins.