Wednesday, November 30, 2011

Aðventudagatal

Ég á gamalt aðventudagatal sem ég og systir mín fengum frá föðursystur okkar fyrir meira en 30 árum.

Fyrir 3 árum fór ég að nota það fyrir Davíð minn.
En í staðinn fyrir að hafa dót þá hef ég sett vísbendingar um eitthvað sem við gerum þann daginn.
Í fyrra og hittifyrra hafði ég vísbendingarnar í formi mynda en nú þar sem strákurinn er farinn að lesa eru stuttar setningar sem segja hvað við ætlum að gera.
Svo verður  bara að koma í ljós hvort hann nenni alltaf að gera eitthva með gamla settinu.


Ég stimplaði venjuleg umslög að neðan með stimpilrúllu og skar svo í tvennt.
Númerin eru skrifuð á með skapalóninu sem sést undir umslaginu.Vísbending dagsins


Gataði í gegnum og borði þræddur í gegn


Dagatalið komið upp á vegg og svo bíð ég jafn spennt og Davíð.
Á aðfangadag verður smá ratleikur sem endar á gjöf sem styttur þennan lengsta dag ársins :)

2 comments:

  1. Þetta er æði Pálína! Mjög sniðug hugmynd að hafa svona vísbendingar um hvað á að gera...þarf ekki alltaf dót eða nammi í svona :-)

    Takk fyrir hugmyndina!

    ReplyDelete
  2. Pálína....þetta er AAAAAALGJÖR sniiiiiilllld! Ég er svo að fíla þetta að gera eitthvað saman á hverjum degi :) BRILLIJANT!!!!

    ReplyDelete