Saturday, November 19, 2011

Ég er komin aftur.

Jæja þá er komið að því að kéllan fari að blogga aftur.

Ég var ansi dugleg við þetta á ákveðnu tímabili í lífi mínu þegar ég þurfti á því að halda en svo fór að draga úr tjáningarþörfinni.  Hvers vegna það gerðist er ég ekki viss um.

En  af hverju byrja ég þá aftur?
"Ég veit það ekki" segir sonur minn oft þegar ég spyr hann af hverju hann hafi gert eitthvað.  Oftast er það reyndar eitthvað sem mér líkar ekki það sem hann gerði og ég hef sagt honum að þetta sé ekki gilt svar.
Þetta er eins og "af því bara" var ekki gilt svar við sömu spurningu þegar ég var að alast upp.
En ég ætla samt að segja " Af því bara - Ég veit það ekki".  Mig bara langar.

Ég ætla ekki að lofa að vera svakalega virk, sjáum bara hvað setur.

Hvað ætla ég að gera hérna.
Spjalla um lífið og tilveruna þegar mér liggur eitthvað sérstakt á hjarta og svo líka deila með ykkur áhugamálinu mínu nr 1 sem er skrapp.
En fyrst ætla ég að læra á þetta kerfi hérna.

Hér eru nokkrar síður sem ég hef verið að gera að undanförnu.

Þangað til næst.

Njótið lífsins.

1 comment: