Thursday, November 24, 2011

Haustið og aðventan

Haustið og aðventan er eiginlega uppáhalds árstíminn minn (þó bjartar sumarnætur séu líka yndislegar).
Það er eitthvað svo kósí þegar það fer að skyggja á kvöldin.  Þá kveiki ég á kertum og "hygge" serían fer í gluggann.

Það  er líka svo margt sem fylgir aðventunni sem yljar manni í sálinni.
Ilmur af mandarínum, smákökum og heitu súkkulaði.

Ég var að skoða svo flott blogg í dag með hugmyndum að aðventuskreytingum utandyra og er nú að komast á flug, langar svo að gera huggulegt við útidyrnar mínar.

Ég reyni að koma einhverju af því í framkvæmd og set þá mynd(ir).

Þangað til næst, njótið lífsins.

No comments:

Post a Comment