Thursday, December 1, 2011

Ég veit ekki alveg..

.. hvað mér finnst um alla þessa snjókomu.

Þetta er nú  afskaplega  huggulegt á aðventunni og það er óneitanlega aðeins bjartara yfir skammdeginu þegar jörðin er klædd í hvíta kápu.

En ég get ekki sagt að ég hlakki til að fara út í fyrramálið, sópa af bílnum og keyra út götuna mína sem er örugglega nr 247 á moksturslistanum í Mosfellsbæ (göturnar í bænum eru sko ekki svona margar).

Það er  ótrúlega gaman að finna barnið í sjálfum sér og gera engla og renna sér á þotu.

Úti í umferðinni er fullt af fólki á vanbúnum bílum, akandi í þæfingsfærð af vankunnáttu.

Það væri voða fínt ef snjórinn gæti fallið eingöngu í sleðabrekkum og á grasflötum, þá gætum við leikið okkur með börnunum en sloppið við snjósópið af bílnum og umferðarteppur á götum.  Hugsið ykkur líka peninginn sem sparaðist í snjómokstur.  Ég bý rétt fyrir ofan Vesturlandsveginn og það er búið að fara ansi margar ferðir í kvöld að skafa og salta.


No comments:

Post a Comment